Mynd
Mynd
Logo
Sjávarútvegsfyrirtækið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði rekur saltfiskverkun árið um kring auk þess að frysta í stórum stíl humar, loðnu, makríl og síld. Þá er ótalin hrognavinnsla, sundmagaverkun og vinnsla á fleiri aukaafurðum. Við þessa starfsemi vinna 150–170 manns í landi. Fyrirtækið gerir út sjö fiskiskip með 90 manna áhöfn alls. Heildarfjöldi starfsmanna er því á bilinu 240–260 manns.
Logo
Mynd