Mynd
Mynd
Logo
Fjöldi starfsfólks hefur verið svipaður frá stofnun fyrirtækisins. Hjá því starfa um það bil 240–260 manns að jafnaði, bæði á sjó og landi og fást við ólík verkefni. Mikil þekking á ólíkum sviðum er til staðar innan fyrirtækisins. Lögð er áhersla á að tryggja góðan aðbúnað starfsfólks og eru öryggismál í fyrirrúmi. Bakgrunnur, þjóðerni, menntun og aldur starfsfólksins er ólíkur en hópurinn er samhentur. Tækniframfarir hafa létt á mannaflaþörf en með auknum umsvifum og fjárfestingum hefur fyrirtækið getað haldið jöfnum fjölda fólks í vinnu. Yfir sumartímann hafa unglingar verið ráðnir til starfa, einkum í humarvinnslu.
Logo