Mynd
Mynd
Logo

Hjá Skinney-Þinganes er áratuga hefð fyrir humarvinnslu. Félagið gerir út tvö sérhæfð humarveiðiskip og stendur vertíð frá vori fram á haust. Allur humarinn er unninn í humarvinnslu félagsins sem endurnýjuð var 2011. Fjölbreyttar afurðir eru unnar úr humri bæði fyrir innlendan og erlendan markað. Verkstjóri í humarvinnslu er Sigurður E. Karlsson.