Eins og lóan kemur með sumarið til Íslendinga koma sumarstarfsmennirnir með sumarið til okkar. Það er því merki um hækkandi sól og hlýnandi veðurfar þegar þau mæta. Síðasta ár voru óvenju margir ungir sumarstarfsmenn ráðnir enda kalla sérstaka aðstæður á sérstakar ráðstafanir.
Nú er meira vinnuframboð á svæðinu, en alls hafa um 35 starfsmenn á bilinu 16 til 20 ára hafa verið ráðnir í fiskvinnslu í Krossey. Áður fyrr voru helstu verkefni þessa hóps að vinna í humri sem þá veiddist í umtalsvert meira magni en hann gerir í dag.
Í dag eru hins vegar tvær ferskfisklínur í Krossey og tryggir þessi hópur að hægt sé að halda uppi afköstum þrátt fyrir að heilsársstarfsmenn taki sér gott sumarfrí.