JAFNLAUNASTEFNA

JAFNLAUNASTEFNA

Skinney- Þinganes hf. fylgir í einu og öllu eigin stefnu í jafnréttismálum (jafnréttisáætlun), íslenskum lögum sem varða jafnréttismál og jafnlaunakerfi fyrirtækisins sem miðar að því að standast allar kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.  Þannig tryggir fyrirtækið að allt starfsfólk uppskeri sömu laun og kjör fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.  Ómálefnalegur launamunur er ekki liðinn innan SÞ.

Til að framfylgja launastefnu og þar með jafnlaunastefnu SÞ skuldbindur fyrirtækið sig til að skjalfesta verklag jafnlaunakerfisins, innleiða, kynna, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins. SÞ hefur innleitt verklag og skilgreint viðmið til ákvörðunar launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni, kynvitund eða af öðrum ástæðum sem ekki geta talist málefnalegar. 

Framkvæmdastjórn rýnir launasetningu starfa og laun starfsmanna árlega til að tryggja að samræmis sé gætt og greidd séu jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt störf. Ef líkur eru leiddar að því að launamismunun sé til staðar og/eða annars konar mismunun er varðar réttindi starfsfólks skal forstjóri sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar við ákvarðanir launa og/eða réttinda og grípa til viðeigandi ráðstafana komi annað í ljós.

Markmið SÞ er vera eftirsóttur vinnustaður sem býr vel að starfsfólki og að ekki mælist kynbundinn launamunur.  


Til þess að ná því markmiði mun stofnunin m.a.:

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012, það skjalfest og því viðhaldið. Afla vottunar faggilds aðila og viðhalda slíkri vottun samkvæmt staðli. 
  • Framkvæma reglulegar launagreiningar þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni.  
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Uppfylla skilyrði staðals um innri úttektir og rýni stjórnenda árlega.
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem varða fyrirtækið á hverjum tíma og staðfesta hlítni við lög. 
  • Kynna stefnuna fyrir starfsmönnum. Stefna skal jafnframt vera aðgengileg á ytri vef. 

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Form - Ísl

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]