FYRIRTÆKIÐ

FYRIRTÆKIÐ

Skinney – Þinganes leggur áherslu á ábyrgar fiskveiðar, framleiðslu á gæðavörum úr villtu sjávarfangi og traust viðskipti. Félagið hefur yfir að ráða aflaheimildum úr margvíslegum nytjastofnum á Íslandsmiðum, rekur fjölbreytta og öfluga útgerð og fiskvinnslu.

Félagið leggur áherslu á að tryggja starfsfólki sínu góðan aðbúnað og öryggi. Bakgrunnur, þjóðerni, menntun og aldur þess er ólíkur sem er einn af styrkleikum fyrirtækisins.

Félagið gerir út tvö uppsjávarskip, fjögur togveiðiskip og einn línubát. Fyrirtækið leggur áherslu á gott viðhald og umhirðu skipanna og leitast við hafa aðbúnað fyrir áhafnir sem bestan.

Félagið rekur einnig þrjár verksmiðjur. Fiskimjölverksmiðju á Höfn, fjölþætta vinnslu á Höfn fyrir uppsjávarfisk, bolfisk og humar ásamt sérhæfðri vinnslu á bolfiski á Þorlákshöfn.

Samstæðan samanstendur af móðurfélaginu, Skinney-Þinganesi hf. og dótturfélögum þess; Selbakka ehf., Vélsmiðjunni Foss ehf., eignarhaldsfélaginu Þingey ehf., Útgerðarfélaginu Vigri ehf., Hvanney ehf. og Marine PetTreats ehf. Félagið á einnig hlut í Iceland Pelagic ehf., StorMar ehf., Laugafiski ehf., Glacier Guards ehf., Raf-Horni ehf., Löxum ehf. og Flateyjarbúinu ehf.

FRAMKVÆMDASTJÓRN

Aðalsteinn Ingólfsson

Forstjóri

Ásgeir Gunnarsson

Framkvæmdastjóri veiða

Guðrún Ingólfsdóttir

Fjármálastjóri

Ingvaldur Mar Ingvaldsson

Framkvæmdastjóri bolfisks

STJÓRN OG VARASTJÓRN

Sigurður Ægir Birgisson

Formaður

Elín Arna Gunnarsdóttir

Friðrik Þór Ingvaldsson

Katrín Ásgrímsdóttir

Margrét Ingólfsdóttir

FRAMKVÆMDASTJÓRN

Aðalsteinn Ingólfsson

Forstjóri

Ásgeir Gunnarsson

Framkvæmdastjóri veiða

Guðrún Ingólfsdóttir

Fjármálastjóri

Ingvaldur Mar Ingvaldsson

Framkvæmdastjóri bolfisks

STJÓRN


Sigurður Ægir Birgisson

Formaður

Elín Arna Gunnarsdóttir

Friðrik Þór Ingvaldsson

Katrín Ásgrímsdóttir

Margrét Ingólfsdóttir

Hjá fyrirtækinu starfa 280–300 manns að jafnaði. Mikil þekking á ólíkum sviðum er til staðar innan fyrirtækisins. Hjá okkur starfa um 90 sjómenn, um 140 manns starfa við vinnslu og í stoðdeildum og á skrifstofu starfa um 70 manns.

Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Skinney-Þinganes varð til við samruna þriggja fyrirtækja – Borgeyjar, Skinneyjar og Þinganess árið 1999. 

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Form - Ísl

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]