Skinney – Þinganes leggur áherslu á ábyrgar fiskveiðar, framleiðslu á gæðavörum úr villtu sjávarfangi og traust viðskipti. Félagið hefur yfir að ráða aflaheimildum úr margvíslegum nytjastofnum á Íslandsmiðum, rekur fjölbreytta og öfluga útgerð og fiskvinnslu.
Félagið leggur áherslu á að tryggja starfsfólki sínu góðan aðbúnað og öryggi. Bakgrunnur, þjóðerni, menntun og aldur þess er ólíkur sem er einn af styrkleikum fyrirtækisins.
Félagið gerir út tvö uppsjávarskip, fjögur togveiðiskip og einn línubát. Fyrirtækið leggur áherslu á gott viðhald og umhirðu skipanna og leitast við hafa aðbúnað fyrir áhafnir sem bestan.
Félagið rekur einnig þrjár verksmiðjur. Fiskimjölverksmiðju á Höfn, fjölþætta vinnslu á Höfn fyrir uppsjávarfisk, bolfisk og humar ásamt sérhæfðri vinnslu á bolfiski á Þorlákshöfn.
Samstæðan samanstendur af móðurfélaginu, Skinney-Þinganesi hf. og dótturfélögum þess; Selbakka ehf., Vélsmiðjunni Foss ehf., eignarhaldsfélaginu Þingey ehf., Útgerðarfélaginu Vigri ehf., Hvanney ehf. og Marine PetTreats ehf. Félagið á einnig hlut í Iceland Pelagic ehf., StorMar ehf., Laugafiski ehf., Glacier Guards ehf., Raf-Horni ehf., Löxum ehf. og Flateyjarbúinu ehf.