Þyrluæfingar með Landhelgisægæslunni

Þann 19. október síðastliðinn tóku uppsjávarskip Skinneyjar-Þinganess, Ásgrímur Halldórsson SF-250 og Jóna Eðvalds SF-200 þátt í þyrluæfingu með TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Bæði skipin voru á leið til síldveiða vestur af Faxaflóa þegar þau leituðu vars inn á Faxaflóa og létu akkeri falla inn á Stakkafirði, norðan Njarðvíkur.

Morguninn eftir þegar búið var að létta akkerum hafði þyrla Landhelgisgæslunnar samband við áhöfnina á Ásgrími Halldórssyni og óskaði eftir að halda æfingu með áhöfn skipsins. Veðurskilyrði voru krefjandi en þóttu upplögð til æfinga í 20 til 28 m/s.

Æfð var móttaka þyrlu og flutningur sjúklings og í kjölfarið var sambærileg æfing haldin með áhöfn Jónu Eðvalds með mismunandi vindstefnu á skipið.

Æfingarnar tóku um 10 til 15 mínútur á hvort skip og að sögn Jóhannesar Danner skipstjóra á Jónu Eðvalds voru báðar áhafnir ánægðar með tækifærið til að taka þátt í æfingu með þyrlunni og um leið sjá hversu mikið fagfólk starfar hjá Landhelgisgæslunni.

Í svari frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar gekk æfingin vel og segir Landshelgisgæsluna vilja koma kærum þökkum til áhafna fyrir fagmannleg handtök og góðar móttökur.

DEILA FRÉTT

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Form - Ísl

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]