200 milljónir í styrk til Björgunarfélags Hornafjarðar og Slysavarnadeildarinnar Framtíðin

Á aðalfundi Skinneyjar-Þinganess hf.  þann 19. apríl var samþykkt tillaga stjórnar um að félagið legði fram kr. 200 milljónir til byggingar nýs húsnæðis undir starfsemi Björgunarfélagsins Hornafjarðar og Slysavarnadeildarinnar Framtíðin. 

Vart þarf að taka fram mikilvægi Björgunarfélagsins fyrir allt samfélagið á Hornafirði, sem og við landsmenn alla og ferðamenn. Björgunarfélagið stendur nú frammi fyrir því að þurfa að endurnýja aðstöðu sína til að geta haldið áfram að vera öryggisventill okkar allra en m.a. þarf að endurnýja húsakost félagsins og Slysavarnadeildarinnar Framtíðin. Er styrkurinn m.a. veittur í tilefni af væntanlegu 80 ára afmæli Skinneyjar-Þinganess á árinu 2026.

DEILA FRÉTT

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Form - Ísl

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]