Ný vegferð í öryggismálum sjómanna

Skinney-Þinganes hf. hefur hafið nýja vegferð í öryggismálum sjómanna í samstarfi við Öryggisstjórnun ehf. með undirritun á þjónustusamningi til þriggja ára. Markmið samstarfsins er að koma samræmdum og stafrænum áherslum í skipulag og framkvæmd öryggismála til sjós. Í samstarfinu verður einnig lögð áhersla á að öryggismál Skinneyjar-Þinganess uppfylli alþjóðlega staðla sem snúa að öryggismálum til sjós og í landi.

Stefna Skinneyjar-Þinganess er að hafa öryggismálin að leiðarljósi og tryggja þannig öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi í starfsemi sinni og er samstarfið við Öryggisstjórnun ehf. liður í því. Mikil reynsla og þekking í öryggisstjórnun til sjós og lands er til staðar hjá Öryggisstjórnun ehf. sem nýtast í að efla enn öryggi í starfsemi Skinneyjar-Þinganess.

„Það eru spennandi tímar framundan og tækifæri til nýsköpunar í öryggismálum sjómanna. Munum nýta okkur þau tækifæri í samstarfinu til að stuðla að auknu hugviti og tækniþróun í öryggismálum til sjós“ segir Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í öryggisstjórnun og eigandi Öryggisstjórnunar ehf.

„Við erum spennt fyrir því að taka þátt í nýsköpun og þróun á stafrænum lausnum í öryggismálum sjómanna til að stuðla að enn öruggari vinnuumhverfi sjómanna okkar. Það samræmist vel öryggisstefnu fyrirtækisins og áherslum okkar í öryggismálum“ segir Aðalsteinn Ingólfsson forstjóri Skinneyjar-Þinganes.

DEILA FRÉTT

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Form - Ísl

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]