Á fimmtudaginn sl. hlaut Skinney-Þinganes Forvarnaverðlaun VÍS í flokki stærri fyrirtækja. Verðlaunin voru afhent á Forvarnaráðstefnu VÍS sem haldin var í Hörpu.
Í tilkynningu frá VÍS segir að verðlaunin hljóti þau fyrirtæki sem skari fram úr í öryggismálum og eru öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd.
Í tilkynningu VÍS segir að Skinney-Þinganes hafi náð þeim árangri að engin slys urðu á starfsmönnum á tólf mánaða tímabili, sem þyki einstakur árangur í kröfuhörðu vinnuumhverfi þar sem hættur séu í hverju horni. Þessi árangur eru þakkaður fyrsta flokks vinnuaðstöðu bæði í landvinnslu og á sjó þar sem vægi forvarna vegur mjög þungt. Mikil áhersla sé lögð á öryggi og heilsuvernd starfsfólks. Forvarnir fyrirtækisins byggjast á áhættumati starfa sem er gert er með reglubundnum hætti.
Við óskum starfsmönnum fyrirtækisins öllum til hamingju með þennan glæsilega árangur.