Forvarnaverðlaun VÍS 2024

Á fimmtudaginn sl. hlaut Skinney-Þinganes Forvarnaverðlaun VÍS í flokki stærri fyrirtækja. Verðlaunin voru afhent á Forvarnaráðstefnu VÍS sem haldin var í Hörpu.

Í til­kynn­ingu frá VÍS seg­ir að verðlaun­in hljóti þau fyr­ir­tæki sem skari fram úr í ör­ygg­is­mál­um og eru öðrum fyr­ir­tækj­um góð fyr­ir­mynd.

Í til­kynn­ing­u VÍS seg­ir að Skinn­ey-Þinga­nes hafi náð þeim ár­angri að eng­in slys urðu á starfs­mönn­um á tólf mánaða tíma­bili, sem þyki ein­stak­ur ár­ang­ur í kröfu­hörðu vinnu­um­hverfi þar sem hætt­ur séu í hverju horni. Þessi ár­ang­ur­ eru þakkaður fyrsta flokks vinnuaðstöðu bæði í land­vinnslu og á sjó þar sem vægi for­varna veg­ur mjög þungt. Mik­il áhersla sé lögð á ör­yggi og heilsu­vernd starfs­fólks. For­varn­ir fyr­ir­tæk­is­ins bygg­jast á áhættumati starfa sem er gert er með reglu­bundn­um hætti.

Við óskum starfsmönnum fyrirtækisins öllum til hamingju með þennan glæsilega árangur.

DEILA FRÉTT

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Form - Ísl

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]