Eigið eldvarnaeftirlit

Skinney-Þinganes og Vélsmiðjan Foss hafa samið við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á starfsstöðvum fyrirtækjanna og heimilum starfsfólks.

Í verkefninu felst  að fyrirtækin taka upp reglulegt eigið eldvarnaeftirlit samkvæmt gátlistum Eldvarnabandalagsins sem hefst nú í byrjun nóvember. Tilnefndir hafa verið eldvarnafulltrúar þeir, Andrés Einarsson og Ásmundur Sigfússon sem hafa fengið tilskilda eldvarnafræðslu bæði á vegum Eldvarnabandalagsins en einnig í gegnum störf þeirra sem slökkviliðsmenn í Slökkviliði Hornafjarðar. Þeir munu annast bæði mánaðarlegt og árlegt eftirlit með eldvörnum á starfsstöðvum fyrirtækjanna.

Á næstu vikum stendur svo til að starfsfólk fyrirtækjanna fái fræðslu um eldvarnir heimilisins og á vinnustað og eintak af handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins.

DEILA FRÉTT

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Form - Ísl

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]