ENDURVINNSLA VEIÐARFÆRA

Skinney– Þinganes hf. er aðili að Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur á þeim vettvangi undirritað samfélagsstefnu sem hefur m.a. sett sér það markmið að sjá til þess að úrelt veiðarfæri séu hreinsuð, flokkuð og send til endurvinnslu.

Veiðarfæragerð Skinneyjar-Þinganess hefur nú hlotið starfsleyfi til þess að gerast móttökustöð fyrir veiðarfæraúrgang til endurvinnslu og að uppfylltum móttökuskilmálum geta allir íslenskir lögaðilar skilað veiðarfæraúrgangi úr gerviefnum, sem fellur til hjá íslenskum útgerðum, til móttökustöðvarinnar.

Tekið er við veiðarfæraúrgangi á starfstöð veiðarfæragerðarinnar á Ófeigstanga 17, 780 Höfn. Tengiliður er Friðrik Þór Ingvaldsson, sími: 896 0422.

DEILA FRÉTT

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Form - Ísl

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]