Forseti Íslands í heimsókn

Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, heimsótti Skinney-Þinganes í Krossey miðvikudaginn 12. mars. Með forseta í för var eiginmaður hennar, Björn Skúlason, ásamt fylgdarliði. Þá mættu einnig bæjarstjóri Hornafjarðar, Sigurjón Andrésson, bæjarráð og aðrir fulltrúar sveitarfélagsins.

Í tengslum við heimsóknina bauðst starfsfólki í Krossey að hitta forsetann í matsal fyrirtækisins og eiga þar nokkrar stundir í óformlegu samtali. Fjölmargir starfsmenn nýttu tækifærið til að heilsa forsetanum, og skapaðist hlýleg og góð stemning.

Að loknu spjalli við starfsfólkið fékk forsetinn stutta kynningu á starfsemi Skinneyjar-Þinganess þar sem farið var yfir sögu fyrirtækisins, helstu verkefni og framtíðaráform.

Heimsóknin var stutt en afar ánægjuleg og eftirminnileg. Veðrið lék við okkur þennan dag og skapaði fallega umgjörð um heimsóknina.

Skinney-Þinganes vill færa frú Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, Birni Skúlasyni og öðrum gestum innilegar þakkir fyrir heimsóknina og þann áhuga sem þau sýndu starfseminni.

| Forseti.is
| Forseti.is
| Forseti.is

DEILA FRÉTT

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Form - Ísl

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]