Jólaverkefni í 5. bekk

Á dögunum unnu nemendur í 5. bekk í Grunnskóla Hornafjarðar skemmtilegt verkefni þar sem hugmyndaflug nemenda fékk að fara á flug og þau útfærðu og unnu jólaverkefni eins og þeim fannst passa. Spýturnar sem unnið var með komu frá Skinney-Þinganesi, málningin frá Málningarverslun Hornafjarðar og annað allskonar efni sem þeim hafði áskotnast, ýmist frá Hirðingjunum eða öðru fólki á Höfn.

Framtakið þykir okkur afar flott, enda alltaf gaman að búa til fallega hluti úr endurnýttu efni.

Við fengum þessar flottu myndir sendar frá Evu Ósk, verkgreinakennara í grunnskólanum sem fá að fylgja hér með.

DEILA FRÉTT

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Form - Ísl

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]