Ný stjórn Skinneyjar-Þinganess hf.

Aðalfundur Skinneyjar-Þinganess hf. fór fram þann 13. apríl síðastliðinn þar sem farið var yfir síðastliðið ár og staða félagsins kynnt hluthöfum. Kosið var til nýrrar stjórnar og gerðist það í fyrsta sinn að konur skipa nú meirihluta stjórnar Skinneyjar-Þinganess. Elín Arna Gunnarsdóttir kemur ný inn í stjórn og tekur við stjórnarsæti föður síns, Gunnars Ásgeirssonar sem lætur nú af störfum eftir að hafa gengt stjórnarformennsku frá sameiningu félagsins árið 1999.

Stjórn Skinneyjar-Þinganess er þar með skipuð þremur konum og tveimur körlum. Á myndinni eru frá vinstri:

Sigurður Ægir Birgisson, formaður stjórnar

Elín Arna Gunnarsdóttir, stjórnarmaður

Katrín Ásgrímsdóttir, stjórnarmaður

Margrét Ingólfsdóttir, stjórnarmaður

Ingvaldur Ásgeirsson, stjórnarmaður

Auk þeirra eru þau Ingólfur Ásgrímsson og Margrét Ásgeirsdóttir varamenn stjórnar.

DEILA FRÉTT

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Form - Ísl

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]