Nýr framkvæmdastjóri bolfisks

Ingvaldur Mar Ingvaldsson hef­ur verið ráðinn framkvæmdastjóri bolfisks hjá Skinney-Þinganesi þar sem hann mun bera ábyrgð á hámörkun á virði bolfisks í gegnum virðiskeðju veiða, vinnslu og sölu.  Hann mun taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins og hefur störf 1. júlí næstkomandi.

Ingvaldur hefur undanfarin ár starfað sem rekstrastjóri bolfiskvinnslu Skinneyjar-Þinganess í Þorlákshöfn og mun hafa starfstöðvar bæði í Þorlákshöfn og á Höfn.

Ingvaldur lauk námi í viðskipta­fræði frá Háskólanum á Bifröst.  Hann starfaði hjá VÍS um árabil og var framkvæmdastjóri á fasteignasölu þar áður. Grunnurinn er þó í sjávarútvegi þar sem hann er menntaður skipstjórnarmaður og vélstjóri og starfaði við það fyrstu árin eftir skólagöngu.

DEILA FRÉTT

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]