Nú í október var ferskfisktogari Skinneyjar-Þinganess Þórir SF-77 seldur til Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað.
Skipið sem er systurskip Skinneyjar SF-20, var smíðað fyrir Skinney-Þinganes hjá Ching FU Shipbuilding í Taiwan árið 2009 og er 637 brúttótonn að stærð. Árið 2019 var ráðist í miklar endurbætur á skipinu og það lengt um 10 metra, bakki yfirbyggður, stýri endurnýjað, brúin hækkuð, íbúðir endurnýjaðar að miklu leyti og öll önnur aðstaða áhafnar endurbætt.
Í skipinu er vinnslubúnaður frá Micro ehf. þar sem aflinn er m.a. tegundagreindur og stærðarmetinn með myndavélatækni. Stór hluti spilkerfis hefur verið endurnýjaður og nýr spilstjórnunarbúnaður var settur í skipið fyrr á þessu ári.
Skipið hefur verið afhent Síldarvinnslunni og hefur hlotið nafnið Birtingur NK 119.
Við óskum nýjum eigendum innilega til hamingju með skipið.