VOTTANIR

VOTTANIR

JAFNLAUNAVOTTUN

Í mars 2020 hlaut Skinney – Þinganes hf. jafnlaunavottun. Í vottuninni felst staðfesting á því að fyrirtækið hafi komið sér upp jafnlaunakerfi sem standist þær kröfur sem tilgreindar eru í jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðalsins er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

VOTTUÐ GÆÐAKERFI

Á undanförnum árum hefur Skinney-Þinganes hf. innleitt margvísleg vottuð gæðakerfi til að tryggja rekjanleika, stöðluð vinnubrögð og gæði afurða sem unnar eru hjá fyrirtækinu, sem undirstrikar áherslu félagsins um góða umgengni og virðingu fyrir auðlindinni. 

IFS VOTTUN

Bolfiskvinnslur fyrirtækisins í Krossey á Höfn og á Þorlákshöfn eru IFS vottaðar, en IFS er alþjóðlega viðurkenndur staðall undir merkjum GFSI (Global Food Safety Initiative). IFS staðallinn leggur áherslu á matvælaöryggi, gæði framleiðsluhátta og gæði afurða. Vottunin sýnir fram á að gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins standist ítrustu gæðakröfur sem settar eru á matvælaframleiðslur á alþjóðavísu.

MSC VOTTUN

MSC vottun staðfestir að fyrirtækið uppfylli kröfur Marine Stewardship Council um rekjanleika sjávarafurða úr sjálfbærum fiskistofnum. Fyrirtækið er aðili að Icelandic Sustainable Fisheries sem aflar vottana gagnvart staðli MSC á veiðarfæri og fiskistofna sem nýttir eru við Ísland. MSC vottunarnúmer Skinneyjar-Þinganess er: MSC-C-54351.

IFFO & FEMAS VOTTUN

Fiskimjölsverksmiðja félagsins er IFFO RS vottuð, sem vottar sjálfbæra uppruna afurðanna auk FEMAS vottunar sem er bresk vottun um ábyrga framleiðsluhætti. 

JAFNLAUNAVOTTUN

Í mars 2023 hlaut Skinney – Þinganes hf. endurnýjun á jafnlaunavottun. Í vottuninni felst staðfesting á því að fyrirtækið hafi komið sér upp jafnlaunakerfi sem standist þær kröfur sem tilgreindar eru í jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðalsins er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. 

VOTTUÐ GÆÐAKERFI

Á undanförnum árum hefur Skinney-Þinganes hf. innleitt margvísleg vottuð gæðakerfi til að tryggja rekjanleika, stöðluð vinnubrögð og gæði afurða sem unnar eru hjá fyrirtækinu, sem undirstrikar áherslu félagsins um góða umgengni og virðingu fyrir auðlindinni. 

IFS VOTTUN

Bolfiskvinnslur fyrirtækisins í Krossey á Höfn og á Þorlákshöfn eru IFS vottaðar, en IFS er alþjóðlega viðurkenndur staðall undir merkjum GFSI (Global Food Safety Initiative). IFS staðallinn leggur áherslu á matvælaöryggi, gæði framleiðsluhátta og gæði afurða. Vottunin sýnir fram á að gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins standist ítrustu gæðakröfur sem settar eru á matvælaframleiðslur á alþjóðavísu.

MSC VOTTUN

MSC vottun staðfestir að fyrirtækið uppfylli kröfur Marine Stewardship Council um rekjanleika sjávarafurða úr sjálfbærum fiskistofnum. Fyrirtækið er aðili að Icelandic Sustainable Fisheries sem aflar vottana gagnvart staðli MSC á veiðarfæri og fiskistofna sem nýttir eru við Ísland. MSC vottunarnúmer Skinneyjar-Þinganess er: MSC-C-54351.

MARIN TRUST & FEMAS VOTTUN

Fiskimjölsverksmiðja félagsins er Marin Trust vottuð, sem vottar sjálfbæra uppruna afurðanna auk FEMAS vottunar sem er bresk vottun um ábyrga framleiðsluhætti. 

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Form - Ísl

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]