AFURÐIR

Í grundvallaratriðum má skipta aflanum okkar í uppsjávarfisk, bolfisk og humar. Öllum afla er landað óunnum og eru vinnslulínur fyrirtækisins sérhæfðar til að vinna úr honum margvísleg hráefni.

Í grundvallaratriðum má skipta aflanum okkar í uppsjávarfisk, bolfisk og humar. Öllum afla er landað óunnum og eru vinnslulínur fyrirtækisins sérhæfðar til að vinna úr honum margvíslegar afurðir.

SÍLD

FRÆÐIHEITI

Clupea Harengus

Atlantshafs síld er fisktegund sem finnst beggja vegna Norður-Atlantshafsins þar sem hún safnast í stórar torfur eða flekki. Af Atlantshafs síld eru tvær undirtegundir, sú sem lifir í úthafi Atlantshafs (C. h. harengus) og hin sem lifir í Eystrasalti.

VÖRUFLOKKAR

HEILFRYST | SAMFLÖK | FLÖK | BITAR

LOÐNA

FRÆÐIHEITI

Mallotus villosus

Loðna er smávaxinn uppsjávarfiskur sem heldur sig í torfum. Loðnan er algeng í köldum og kaldtempruðum sjó á norðurhveli jarðar. Stærstu loðnustofnar þar eru í Barentshafi og á Íslandsmiðum.

VÖRUFLOKKAR

HEILFRYST FLOKKUÐ

MAKRÍLL

FRÆÐIHEITI

Scomber scombrus

Makríll er hraðsyntur uppsjávarfiskur af makrílaætt, sem finnst í Norður-Atlantshafi. Makríll er algengur í svölum sjó og heldur sig í stórum torfum nálægt yfirborði. 

VÖRUFLOKKAR

HEILFRYSTUR | HAUSSKORINN

ÝSA

FRÆÐIHEITI

Melanogrammus aeglefinus

Ýsa er fiskur sem er algengur á grunnsævi á norðurhveli jarðar. Hún lifir á 10-200 metra dýpi og er útbreidd í Norður-Atlantshafi. Hún er náskyld þorski og verður allt að metri að lengd og 20 kíló að þyngd. Hún er blágrá að lit, með svarta rönd eftir síðunni og skeggþráð á neðri góm.

VÖRUFLOKKAR

FERSKIR HNAKKAR | FROSNIR HNAKKAR | FERSK FLÖK | FROSIN FLÖK | FROSNIR BITAR

ÞORSKUR

FRÆÐIHEITI

Gadus morhua

Atlantshafsþorskur  er vinsæll matfiskur af ættkvísl þorska (Gadus). Hann verður allt að tveir metrar á lengd, gulur á hliðina og hvítur á kvið. 

VÖRUFLOKKAR

FERSKIR HNAKKAR | FROSNIR HNAKKAR | FERSK FLÖK | FROSIN FLÖK FROSNIR BITAR | FLATTUR SALTAÐUR

UFSI

FRÆÐIHEITI

Pollachius virens

Ufsi er fiskur af þorskaætt. Á íslensku heita tegundirnar tvær sem tilheyra ættkvíslinni annars vegar ufsi (Pollachius virens) og hins vegar lýr (Pollachius pollachius). Ufsi er algengur allt í kringum Ísland en lýr fremur sjaldgæfur.

VÖRUFLOKKAR

FERSKIR HNAKKAR | FROSNIR HNAKKAR | FERSK FLÖK | FROSIN FLÖK | FROSNIR BITAR

HUMAR

FRÆÐIHEITI

Nephrops norvegicus

Leturhumar er sú humartegund sem veiðist við Ísland. Humarinn veiðist út af sunnanverðu landinu og þykir hinn mesti veislumatur. Hann lifir á um 100 – 250 metra dýpi getur orðið allt að 20 – 24 sentímetra langur.

VÖRUFLOKKAR

HEILL HUMAR | RAÐAÐIR HALAR | SKELBROT

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Form - Ísl

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]