HR Monitor mannauðsmælingar

Skinney-Þinganes hefur undirritað 1 árs samning við fyrirtækið HR Monitor um notkun á samnefndri hugbúnaðarlausn. HR Monitor mælir lykilþætti mannauðar með því að senda stuttar kannanir á alla starfsmenn fyrirtækisins ýmist mánaðarlega eða annan hvern mánuð. Spurningarnar eru þannig hannaðar að það tekur bara tvær mínútur að svara.

Það sem einkennir HR Monitor er að svörin sem berast eru nafnlausar með öllu – og því er ekki  beðið um bakgrunnsupplýsingar, s.s. lífaldur, starfsaldur eða kyn.

Fyrsta mælingin var keyrð í lok september og var afar ánægjulegt að sjá svarhlutfallið, en alls tóku 242 starfsmenn þátt eða 83%. Niðurstöður mælinga sýndu fram á góðan árangur í fyrirtækinu og verður spennandi að halda áfram að framþróun í mannauðsmálum.

Eftir að mælingu lauk voru tvö 20.000 kr. gjafabréf frá 66° Norður dregin út meðal þeirra deilda sem náði markmiði í svarhlutfalli. Annað gjafabréfið fór til starfsmanns fyrirtækisins í bolfiskvinnslunni í Þorlákshöfn og hitt fór til sjómanns á Þinganesinu.

DEILA FRÉTT

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Form - Ísl

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]