Aðalfundur Skinneyjar-Þinganess hf. fór fram þann 13. apríl síðastliðinn þar sem farið var yfir síðastliðið ár og staða félagsins kynnt hluthöfum. Kosið var til nýrrar stjórnar og gerðist það í fyrsta sinn að konur skipa nú meirihluta stjórnar Skinneyjar-Þinganess. Elín Arna Gunnarsdóttir kemur ný inn í stjórn og tekur við stjórnarsæti föður síns, Gunnars Ásgeirssonar sem lætur nú af störfum eftir að hafa gengt stjórnarformennsku frá sameiningu félagsins árið 1999.
Stjórn Skinneyjar-Þinganess er þar með skipuð þremur konum og tveimur körlum. Á myndinni eru frá vinstri:
Sigurður Ægir Birgisson, formaður stjórnar
Elín Arna Gunnarsdóttir, stjórnarmaður
Katrín Ásgrímsdóttir, stjórnarmaður
Margrét Ingólfsdóttir, stjórnarmaður
Ingvaldur Ásgeirsson, stjórnarmaður
Auk þeirra eru þau Ingólfur Ásgrímsson og Margrét Ásgeirsdóttir varamenn stjórnar.