Í mars 2020 hlaut jafnlaunakerfi Skinneyjar – Þinganess jafnlaunavottun af vottunaraðilanum iCert og í mars sl. fór fram viðhaldsúttekt á jafnlaunakerfinu í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Úttektin fór fram í gegnum fjarfundabúnað vegna samkomutakmarkanna. Niðurstaða úttektarstjóra iCerts var sú að jafnlaunakerfi Skinneyjar – Þinganess uppfyllir kröfur jafnlaunastaðalsins og mælt var með óbreyttri stöðu vottunnar á jafnlaunakerfi félagsins.
Stuðningur við Rafíþróttadeild Sindra
Skinney-Þinganes leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð, og vill starfa