Árangur í öryggismálum

Í október á síðasta ári komu fulltrúar frá VÍS, tryggingafélagi Skinneyjar-Þinganess í heimsókn til okkar á Höfn og veittu starfsmönnum fyrirtækisins flotta Jalo reykskynjara að gjöf í tilefni þess að ekki var neitt skráð slys starfsmönnum okkar hjá VÍS á fyrstu 10 mánuðum ársins. Það er frábær árangur að svo stórt fyrirtæki með jafn víðtæka starfsemi og Skinney-Þinganes sé slysalaust til svo langs tíma.

Þetta er árangur sem gerist ekki að sjálfum sér, allir starfsmenn eiga hrós skilið fyrir vel unnin störf í tengslum við öryggismál. Því það er ekki nóg að stjórnendur séu með virkir í öryggismálum fyrirtækja heldur þarf alla starfsmenn til þess að öryggismenning hjá fyrirtækjum nái fram að ganga. Við erum stolt af þessum árangri og ætlum að halda áfram á sömu braut og markmið hvers dags er að allir starfsmenn komi heilir heim.

Það er líka gaman að segja frá því að engin slys voru heldur skráð á síðustu tveimur mánuðum ársins.

DEILA FRÉTT

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Form - Ísl

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]