Umhverfisvænt samstarf Skinneyjar-Þinganess og Brimborgar

Skinney-Þinganes hefur á grundvelli samfélagsstefnu sinnar sett sér skýr og nauðsynleg markmið í umhverfismálum.

Við endurnýjun í bílaflota samstæðu sinnar á næstu fjórum árum mun fyrirtækið leitast við að finna hentugar umhverfisvænni lausnir í bílaframboði Brimborgar, sem hefur verið leiðandi hér á landi í vistvænum bílum.

Úrval rafbíla hjá Brimborg frá sjö bílaframleiðendum er mjög gott, allt frá smábílum, jeppum og upp í stærstu vöru- og flutningarbíla sem ætti að ná að uppfylla allar þarfir í bílaflota fyrirtækisins.

Skinney-Þinganes og Brimborg taka með þessu samstarfi vistvæn skref í átt að umhverfisvænni framtíð.

DEILA FRÉTT

Krossey, 780 Hornafjörður

+354 470 8100

Form - Ísl

Skinney-Þinganes tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun Inexchange eða á netfangið [email protected]